Þór mætir Njarðvík í 8-liða úrslitum

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Keppni í úrvalsdeild karla í körfubolta lauk í kvöld. Þór hafði betur á heimavelli gegn Keflavík, 106-100, og varð í 5. sætið í deild. Þór mætir Njarðvík í 8-liða úrslitum og verður fyrsti leikurinn í Njarðvík í næstu viku.

Keflvíkingar fóru betur af stað í leiknum í kvöld, komust í 7-18 og leiddu 20-27 að loknum 1. leikhluta. Þór minnkaði bilið í 2. leikhluta og staðan í hálfleik var 49-53.

Þriðji leikhluti var í járnum en Þór leiddi að honum loknum, 71-69. Síðasti fjórðungurinn var eign Þórsara, þeir hleyptu Keflvíkingum ekki of nærri sér og leiddu allt til leiksloka.

Tómas Valur Þrastarson og Nigel Pruitt voru stigahæstir Þórsara, báðir með 20 stig og 6 fráköst. Darwin Davis skoraði 17 stig og sendi 10 stoðsendingar, Jordan Semple og Fotios Lampropoulos skoruðu báðir 14 stig, Semple sendi að auki 6 stoðsendingar og Lampropoulos tók 7 fráköst. Ragnar Bragason skoraði 8 stig, Emil Karel Einarsson 6, Davíð Ágústsson 5 og Jose Medina 2, auk þess sem hann sendi 7 stoðsendingar.

Í 8-liða úr­slit­um mæt­ast:
Val­ur – Hött­ur
Grinda­vík – Tinda­stóll
Kefla­vík – Álfta­nes
Njarðvík – Þór Þ.

Fyrri greinLést á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinÍslandsglíman haldin á Laugarvatni