Þór mætir Petrolina AEK frá Kýpur

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn mætir Petrolina AEK frá Kýpur í fyrstu umferð undankeppni Evrópubikars FIBA í körfuknattleik, en dregið var í dag.

Þetta verður fyrsti Evrópuleikur Þórsara og mun hann fara fram þann 27. september næstkomandi, en ekki hefur verið tilkynnt hvar leikurinn mun fara fram.

Nái Þórsarar að sigra Petrolina þá munu þeir mæta Antwerp Giants frá Belgíu í 2. umferðinni.

Fyrri greinKaldlynt kvöld úti á Nesi
Næsta greinHernandez í hamingjuna