Þór Llorens lánaður á Selfoss

Þór Llorens og Sævar Þór Gíslason, gjaldkeri knattspyrnudeildarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Llorens Þórðarson skrifaði í dag undir lánssamning við knattspyrnudeild Selfoss en Knattspyrnufélag ÍA lánar hann á Selfoss út komandi leiktíð.

Þór, sem er 19 ára gamall, er uppalinn hjá ÍA og spilaði með 2. flokki félagsins í fyrra auk þess að leika 9 leiki með liði Kára í 2. deildinni. Hann hefur einnig leikið þrjá landsleiki með U17 ára liði Íslands.

Þór er varnarmaður að upplagi, með baneitraðan vinstri fót og mun einnig nýtast vel í föstum leikatriðum en hann raðaði inn mörkum fyrir 2. flokk ÍA úr aukaspyrnum í fyrrasumar.

Fyrri greinSamið um eftirlit með lífrænni framleiðslu
Næsta greinSelfoss tapaði fyrir norðan