Þór Llorens kveður eftir fimm ár

Þór Llorens Þórðarson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Samningur knattspyrnudeildar Selfoss við Þór Llorens Þórðarson er runninn út og er leikmaðurinn á förum frá félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Selfyssingum, þar sem Þór er þakkað fyrir sitt framlag til félagsins.

Þór gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið 2019, stimplaði sig fljótt inn í liðið og lék stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili. Þór á að baki tæplega 100 leiki fyrir Selfoss en hann skoraði í þeim 9 mörk og sendi ógrynni stoðsendinga.

„Ég hef átt frábæran tíma á Selfossi og kynnst alveg yndislegu fólki, bæði í klúbbnum og í samfélaginu en þau kynni tek ég með mér út í lífið. Nú taka við nýir og spennandi tímar og ég er spenntur fyrir nýrri áskorun. Takk fyrir mig og áfram Selfoss,“ segir Þór.

Fyrri greinÖllum tilboðum í viðbyggingu Óskalands hafnað
Næsta greinSlys í Reynisfjalli