Þór gaf eftir í seinni hálfleik

Styrmir Snær Þrastarson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn tapaði á heimavelli í kvöld gegn Haukum í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Þórsarar litu ágætlega út framan af og leiddu 46-41 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum jöfnuðu Haukar fljótlega 50-50 og eftir það var leikurinn í járnum langt fram í 4. leikhluta. Haukar voru skrefinu á undan á lokamínútunum og skoruðu síðustu fimm stigin í leiknum sem tryggði þeim 88-97 sigur.

Vincent Shahid var sprækastur hjá Þórsurum með 25 stig og 8 stoðsendingar. Nýr leikmaður liðsins, hinn franski Jordan Semple skoraði 4 stig og tók 7 fráköst.

Staðan í deildinni er þannig að Þór er í 11. sæti með 6 stig en Haukar eru í 4. sæti með 18 stig.

Þór Þ.-Haukar 88-97 (24-19, 22-22, 25-30, 17-26)
Tölfræði Þórs: Vincent Shahid 25/4 fráköst/8 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pablo Hernandez 17/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 15, Tómas Valur Þrastarson 10/6 fráköst, Jordan Semple 4/7 fráköst.

Fyrri greinTímabilið búið hjá Jóni Daða
Næsta greinÍsstíflan brast að hluta