Þór fékk ÍR í bikarnum

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn mæta ÍR á útivelli í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. Dregið var í hádeginu í dag.

Aðrir leikir í 8-liða úrslitinum eru Stjarnan-Grindavík, Valur-Njarðvík og Keflavík-Haukar. Leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram í desember en úrslitahelgi bikarkeppninnar er síðan í janúar.

Í 8-liða úrslitum kvenna dróst Hamar-Þór gegn úrvalsdeildarliði Breiðabliks. Aðrir leikir í 8-liða úrslitunum eru Njarðvík-Fjölnir, ÍR-Haukar og Stjarnan-Snæfell.

Fyrri greinNeitaði hraðakstri í þjóðgarðinum
Næsta greinBláskógaskóli fékk vegleg verðlaun