Þór fær reyndan Litháa til að þétta raðirnar

Þórsarar bjóða Adomas Drungilas velkominn. Ljósmynd/Þór

Þorlákshafnar-Þórsarar hafa gert tveggja ára samning við framherjann Adomas Drungilas og mun hann leika næstu tvö tímabil með liðinu.

Adomas er 29 ára, 203 sentímetra framherji frá Litháen. Hann hefur spilað víða um Evrópu sem atvinnumaður nú síðast í Eistlandi.

Hafnarfréttir segja frá þessu en þar kemur fram að Þórsarar binda vonir við að Adomas muni þétta raðirnar í kringum körfuna og vera leiðtogi innan liðsins þar sem hann býr yfir töluverðri reynslu úr atvinnumennsku.

Fyrri greinVarað við vatnavöxtum og grjóthruni
Næsta greinKveikt í gamla húsinu í Akbraut