
Þórsarar tóku á móti ÍA í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í kvöld. Þeir grænu reyndust mun sterkari og sigruðu örugglega, 105-75.
Þór tók leikinn í sínar hendur strax í upphafi og náðu mest sautján stiga forskoti í 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 58-41. Heimamenn héldu öllum áhlaupum ÍA niðri í seinni hálfleiknum og þegar upp var staðið skildu 30 stig liðin að.
Djordje Dzeletovic var besti maður vallarins í kvöld, hann skoraði 31 stig og tók 15 fráköst.
Þórsarar lyftu sér upp í 8. sætið með sigrinu, þeir eru með 8 stig eftir 12 leiki.
Þór Þ.-ÍA 105-75 (26-20, 32-21, 23-19, 24-15)
Tölfræði Þórs: Djordje Dzeletovic 31/15 fráköst, Lazar Lugic 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Rafail Lanaras 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ísak Júlíus Perdue 14/5 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 8, Emil Karel Einarsson 6, Davíð Arnar Ágústsson 5, Jacoby Ross 3/6 fráköst/12 stoðsendingar, Baldur Böðvar Torfason 1.
