Þór Þorlákshöfn heimsótti Álftanes í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Álftnesingar af eftir hlé og sigruðu 97-75.
Álftanes skoraði fyrstu tólf stigin í leiknum en Þór svaraði með 10 stigum í röð og staðan var 28-22 að loknum 1. leikhluta. Annar leikhluti var sveiflukenndur, Þór komst í 30-35 en þá kom 13-2 áhlaup frá Álftnesingum. Þórsarar skoruðu hins vegar síðustu átta stigin í fyrri hálfleik og staðan var 43-45 í leikhléi.
Þór náði sex stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en eftir það fór allt í skrúfuna. Álftnesingar byggðu smátt og smátt upp gott forskot og að lokum skildu 22 stig liðin að.
Rafail Lanaras var stigahæstur Þórsara með 19 stig og 11 fráköst.
Þór er í 9. sæti deildarinnar með 8 stig en Álftanes er í 6. sæti með 12 stig.
Álftanes-Þór Þ. 97-75 (28-22, 15-23, 24-15, 30-15)
Tölfræði Þórs: Rafail Lanaras 19/11 fráköst, Djordje Dzeletovic 16/5 fráköst, Jacoby Ross 16, Emil Karel Einarsson 6/4 fráköst, Lazar Lugic 6, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 6/4 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 3, Davíð Arnar Ágústsson 3.

