Thelma Björk kölluð inn í landsliðið

Thelma Björk Einarsdóttir, leikmaður Selfoss, hefur verið kölluð inn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu sem mætir Möltu í undankeppni HM á Laugardalsvelli á fimmtudaginn.

Thelma Björk kemur inn í hópinn í stað Mistar Edvardsdóttur sem er frá vegna veikinda. Thelma hefur áður leikið níu leiki með A-landsliði Íslands.

Selfoss á þá tvo fulltrúa í landsliðinu að þessu sinni en Dagný Brynjarsdóttir er einnig í hópnum. Dagný lék níutíu mínútur með landsliðinu í gær þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Danmörku á útivelli.

Fyrri greinÖkumaðurinn stóð varla í lappirnar
Næsta grein17. júní hátíðarhöldin færð inn í hús í Flóahreppi