Thelma Björk bætti tvö Selfossmet

Thelma Björk Einarsdóttir, Umf. Selfoss, hefur gert það gott á frjálsíþróttavellinum í sumar.

Þann 6. júlí keppti hún á Bætingamóti ÍR í kúluvarpi. Þar varpaði hún kúlunni 13,08 m og bætti sinn besta árangur um 68 cm og bætti jafnframt 9 ára gamalt Selfossmet Ágústu Tryggvadóttur um 62 cm.

Fjórum dögum síðar keppti hún á Coca Cola móti FH i kringlukasti. Hún kastaði kringlunni 38,90 m og bætti tveggja ára gamalt Selfossmet Eyrúnar Höllu Haraldsdóttir um 19 cm.

Frábær árangur hjá þessum unga og efnilega kastara og spennandi að fylgjast með því hvort hún nær að bæta Selfossmetin enn frekar í sumar.

Fyrri greinÁslaug Dóra stóð sig vel með landsliðinu
Næsta greinHamar í harðri baráttu