Þá vöknuðu Þórsarar

Davíð Arnar Ágústsson og Ragnar Örn Bragason stíga sigurdans. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu gegn Tindastóli í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta með góðum sigri á útivelli í kvöld, 67-87.

Sigurinn var Þórsurum lífsnauðsynlegur því Stólarnir biðu tilbúnir í kvöld með kústinn á lofti og ætluðu að sópa Þorlákshafnarliðinu út, 3-0.

Það gekk ekki eftir því eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar öll völd á vellinum og voru sterkari í seinni hálfleiknum. Staðan í leikhléi var 41-43.

Tindastóll skoraði aðeins 6 stig í 3. leikhluta gegn 17 stigum Þórs og um miðjan 4. leikhluta gerði Þór 14-2 áhlaup sem breytti stöðunni í 61-79 og sigurinn í höfn.

Liðin mætast næst í Þorlákshöfn á laugardag.

Tölfræði Þórs: Nikolas Tomsick 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Kinu Rochford 17/10 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 15, Ragnar Örn Bragason 13/6 fráköst, Jaka Brodnik 13/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 6/5 fráköst.

Fyrri greinSýningum að ljúka á Nönnu systir
Næsta greinGúndi kvaddur eftir rúmlega 40 ára starf