Tengi og Selfoss taka saman höndum

Þórir og Fannar handsala samninginn. Ljósmynd/UMFS

Knattspyrnudeild Selfoss og Tengi skrifuðu undir samning í vikunni þess efnis að Tengi verði samstarfsaðili deildarinnar næstu tvö árin.

Þannig mun Tengi styðja Selfoss í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu – og Selfoss styður Tengi við að skapa jákvætt viðhorf til fyrirtækisins á svæðinu.

Það voru þeir Þórir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri og eigandi Tengis og Fannar Karvel, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Selfoss, sem skrifuðu undir samninginn.

Fyrri greinHin látna var kona á þrítugsaldri
Næsta greinAllir geta hlaupið þann 1. maí