Telma og Bjarni héraðsmeistarar í golfi fatlaðra

Keppendur í kvennaflokki.

Héraðsmót HSK í golfi fatlaðra fór fram á Selsvelli á Flúðum þann 25. ágúst. Ellefu keppendur mættu til leiks.

Í kvennaflokki tryggði Telma Þorbjörnsdóttir sér HSK meistaratitilinn. Sigríður Erna Kristinsdóttir varð önnur og María Sigurjónsdóttir varð í þriðja sæti.

Í karlaflokki varð Bjarni Friðrik Ófeigsson HSK meistari, Eðvald Huginn Hólmarsson varð í öðru sæti og Árni Bárðarson vann bronsverðlaun.

Elísabet púttar.
Keppendur í karlaflokki.
Óskar Ingi slær á teig.