Teitur Örn kallaður til Kölnar

Teitur Örn Einarsson. Ljósmynd/HSÍ

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Íslands í handbolta, hefur kallað Selfyssinginn Teit Örn Einarsson til Kölnar vegna vegna veikinda í landsliðshópnum.

Ísland á eftir að spila einn leik á Evrópumótinu í Þýskalandi, gegn Austurríki á morgun.

Teitur Örn, leikur með Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hittir landsliðshópinn í Köln í dag en Teitur hefur hingað til leikið 35 landsleiki og skorað í þeim 36 mörk.

Fyrri greinFærðu HSU veglega peningagjöf
Næsta greinÁrborg selur Björkurstykki 3 á 1,2 milljarða króna