Teitur og Harpa hlupu hraðast

Grýlupottahlaup Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss var haldið í 48. skipti í apríl og maí. Hlaupið tókst vel og fjöldi þátttakanda eykst á hverju ári.

Þeir sem klára fjögur hlaup eða fleiri fá viðurkenningu fyrir þátttöku og í ár voru þeir 103 og 285 hlupu einu sinni eða oftar. Verðlaun voru afhent síðastliðinn laugardag við félagsheimilið Tíbrá.

Bestan samanlagðan tíma stráka og stelpna náðu þau Teitur Örn Einarsson og Harpa Svansdóttir og fá þau farandbikar til varðveislu í eitt ár.

Fyrri greinGírkassinn bilaði í blálokin
Næsta greinVel heppnað Íslandsmót á Hellu