Tapleikur í Hafnarfirði

Jón Vignir Pétursson skoraði fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss heimsótti Hauka í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á Ásvelli í Hafnarfirði í kvöld. Haukar höfðu betur, 3-2.

Heimamenn komust yfir á 18. mínútu en Jón Vignir Pétursson jafnaði fyrir Selfoss tveimur mínútum síðar. Aron Fannar Birgisson bætti við marki fyrir Selfyssinga á 34. mínútu og staðan var 1-2 í hálfleik.

Haukar gerðu út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir skoruðu tvívegis á fyrstu tíu mínútunum. Þar við sat, lokatölur 3-2.

Selfoss er í 2. sæti riðilsins með 5 stig en Haukar eru í toppsætinu með 12 stig.

Fyrri greinFyrsti sigur Hamars – Þór missti af mikilvægum stigum
Næsta grein„Vonbrigðin eru gríðarleg“