Tap í síðasta leik Hamars

Hamarsmenn lutu í þriðju kynslóðar gervigras þegar þeir mættu HK í lokaumferð Lengjubikars karla í knattspyrnu í Kórnum í dag.

Hamar fékk óskabyrjun því Jón Steinar Ágústsson skoraði með skoti frá vítateig á 9. mínútu eftir að varnarmönnum HK mistókst að koma boltanum í burtu þegar sókn Hvergerðinga var að renna út í sandinn, 0-1.

HK jafnaði síðan á 35. mínútu og það var gert með glæsilegum tilþrifum. Birgir Ólafur Helgason fékk boltann við miðju, lék á hvern Hamarsmanninn á fætur öðrum, uppað vítateig, og skoraði þaðan með flottu vinstrifótar skoti í hægra hornið, gjörsamlega óverjandi, 1-1.

HK-ingar voru sterkari í seinni hálfleik og sigurmarkið kom á 58. mínútu. Eftir góða sókn fékk Atli Valsson boltann við vítateigsbogann, tók hann niður á kassann og hamraði hann síðan með jörðinni í vinstra hornið, 2-1. Eftir þetta fengu HK-menn nokkur góð færi en mörkin urðu ekki fleiri.

Hamar fékk fjögur stig í riðlinum, vann einn leik og gerði eitt jafntefli en tapaði þremur leikjum.

Fyrri greinNý stjórn Samfylkingarinnar
Næsta grein120 Sunnlendingar sungu