Tap í níu marka leik

Kvennalið Selfoss tapaði naumlega fyrir Þrótti í 2. umferð Lengjubikars kvenna í kvöld, 5-4.

Leikurinn fór fram á gervigrasinu í Laugardal þar sem Þróttarkonur kunnu vel við sig, a.m.k. í fyrri hálfleik þegar þær skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Selfoss og var þar að verki Guðmunda Brynja Óladóttir.

Þróttur komst í 4-1 í byrjun síðari hálfleiks en Selfyssingar létu þó ekki segjast svöruðu kröftuglega. Guðmunda bætti við öðru marki áður en Katrín Ýr Friðgeirsdóttir setti biltann tvívegis í netið og jafnaði, 4-4. Þróttarar skoruðu fimmta mark sitt þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og þar við sat. Selfyssingar gengu virkilega ósáttir frá velli því á síðustu andartökum leiksins áttu þær að fá vítaspyrnu þegar brotið var á Guðmundu en dómari leiksins var á öðru máli og flautaði ekki.

Fyrri greinBrennisteinsmengun frá gosstöðvunum
Næsta greinJarðskjálftahrina undir Eyjafjallajökli