Tap í lokaumferðinni

Gígja Marín Þorsteinsdóttir skoraði 8 stig fyrir Hamar-Þór og tók 5 fráköst. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars-Þórs fékk topplið Njarðvíkur í heimsókn lokaumferð 1. deildarinnar í körfubolta í kvöld. Þrátt fyrir ágæta spretti tapaði Hamar, 50-81.

Leikurinn var jafn í upphafi en í 2. leikhluta fór að syrta í álinn hjá Hamri-Þór og Njarðvík leiddi í hálfleik, 29-37. Gestirnir gerðu svo út um leikinn í 3. leikhluta þar sem heimakonum gekk illa að finna körfuna og staðan var orðin 37-59 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Þar náði Hamar-Þór ekki að brúa bilið og Njarðvíkingar fögnuðu sigri.

Dagný Lísa Davíðsdóttir var öflug í liði Hamars-Þórs með 15 stig og 13 fráköst og Gígja Marín Þorsteinsdóttir kom næst með 11 stig.

Fyrri greinÆgir byrjar á sigri
Næsta greinLeikur kattarins að músinni