Tap í lokaleiknum

Hamar fékk Hauka í heimsókn í síðustu umferð Fyrirtækjabikars kvenna í körfubolta í kvöld. Gestirnir reyndust sterkari þegar á reyndi og sigruðu örugglega, 57-75.

Haukar byrjuðu leikinn vel og leiddu 10-20 að loknum fyrsta leikhluta. Staðan var 26-36 í hálfleik en jafnræði var með liðunum í upphafi seinni hálfleiks og staðan var 40-51 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Hamar náði að minnka muninn í sjö stig, 55-62, þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum en Haukar kláruðu með 2-13 áhlaupi og tryggðu sér öruggan sigur.

Andrina Rendon var stigahæst hjá Hamri með 24 stig, Þórunn Bjarnadóttir skoraði 14, Katrín Eik Össurardóttir 10, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5 auk þess að taka 13 fráköst og þær Jóna Sigríður Ólafsdóttir og Sóley Guðgeirsdóttir skoruðu 2 stig hvor.

Fyrri greinTRS hlýtur ISO vottun
Næsta greinPrestembættin í Vík og á Klaustri sameinuð