Tap í fyrsta leik

Kvennalið Selfoss hóf keppni í Olísdeildinni í handbolta í gær þegar liðið heimsótti Fram í Safamýrina. Lokatölur urðu 33-21.

Selfyssingar börðust vel í leiknum en varð ekki ágengt gegn reynslumiklu liði Fram.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var langmarkahæst Selfyssinga með 14 mörk, Carmen Palamariu skoraði 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2 og Elena Birgisdóttir 1.

Fyrri greinSelfoss tapaði og Ægir slapp við fall
Næsta greinGuðný safnaði 2,2 milljónum króna með kærleiksgöngu sinni