Tap í fyrsta leik í Lengjunni

Selfoss tapaði 3-1 þegar liðið mætti FH í fyrstu umferð Lengjubikar karla í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í dag.

Selfoss er í riðli-4 í A-deildinni ásamt FH, Grindavík, Þór Ak, Fylki og HK.

FH-ingar voru sterkari í dag, en Selfyssingar áttu góða spretti inn á milli í hörkuleik.

FH leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum frá Steven Lennon og Halldóri Orra Björnssyni og Lennon bætti svo þriðja markinu við á 54. mínútu.

Magnús Ingi Einarsson minnkaði muninn fyrir Selfoss og 73. mínútu og þar við sat.

Fyrri grein„Þeir mega gleðjast í kvöld“
Næsta greinAurskriða féll ofan Víkur