Tap í fyrsta leik hjá FSu

Körfuknattleikslið FSu tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Erik Olson í kvöld gegn Haukum í 1. deild karla íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Lokatölur voru 79-97.

FSu skoraði fyrstu stig leiksins, en það var í eina skiptið sem þeir voru yfir í leiknum. Haukur náðu fljótt ágætri forystu og voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 15-21.

Í upphafi annars leikhluta lögðu gestirnir drögin að sigrinum. Forysta þeirra jókst jafnt og þétt og varð mest 28 stig. Heimamenn tóku sig aðeins á og minnkuðu muninn fyrir leikhlé, staðan þá 31-53.

FSu kom mun betur stefnt í síðari hálfleikinn og minnkuðu muninn niður í 13 stig fyrir síðasta leikhlutann, 61-74.

Haukar voru aftur betri aðilinn á vellinum í fjórða leikhlutanum og tryggðu sér öruggan sigur, 79-97.

Ari Gylfason skoraði mest fyrir FSu, 34 stig, næstur komDaði Berg Grétarsson með 25 stig og tók auk þess 11 fráköst.