Tap í fyrsta leik

Selfoss tapaði 2-1 gegn úrvalsdeildarliði Fylkis þegar liðin mættust í 1. umferð Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Egilshöllinni í kvöld.

Fylkir skoraði tvö mörk á fyrstu tíu mínútum leiksins, bæði eftir hornspyrnur. Þegar Selfyssingar höfðu hrist úr sér hrollinn voru þær síst lakari aðilinn. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Á fimmtu mínútu síðari hálfleiks minnkaði Unnur Dóra Bergsdóttir muninn fyrir Selfoss. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir ágætar sóknir Selfyssinga.