Tap í fyrsta heimaleik Selfyssinga

Hrvoje Tokic skoraði mar Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar töpuðu fyrsta heimaleiknum í 2. deild karla í knattspyrnu í dag þegar Njarðvík kom í heimsókn.

Hrvoje Tokic kom Selfyssingum yfir með góðu skallamarki á 28. mínútu en gestirnir náðu að jafna á 43. mínútu eftir langt innkast inn á vítateiginn.

Sigurmark Njarðvíkur kom snemma í seinni hálfleik þegar Selfyssingar misstu boltann og Njarðvíkingar voru fljótir að refsa með marki.

Selfoss sótti mikið í seinni hálfleik. Tokic átti skot í þverslána en nær komust Selfyssingar ekki og þung sókn á lokakaflanum skilaði ekki marki þrátt fyrir ágæt færi.

Þetta var fyrsti leikurinn í 2. umferð deildarinnar. Njarðvík hefur unnið báða sína leiki og situr í toppsætinu en Selfoss er um miðja deild.

Fyrri greinHamrarnir höfðu betur gegn Hamri
Næsta greinGuðni fékk 90,3% í Suðurkjördæmi