Tap í bragðdaufum leik

Selfyssingar töpuðu fyrir Fram í fyrstu umferð Lengjubikarsins í knattspyrnu í Egilshöllinni í dag. Lokatölur voru 2-0.

Framarar komust yfir á 12. mínútu en eftir markið tók við langur kafli þar sem afskaplega fátt markvert átti sér stað. Framarar áttu þó stangarskot um miðjan seinni hálfleik.

Framarar bættu svo við öðru marki á 90. mínútu með skoti úr aukaspyrnu frá miðju, yfir Jóhann Ólaf Sigurðsson markvörð sem var kominn út í teiginn til að skamma liðsfélaga sína.

Frétt frá Fótbolta.net

Fyrri greinHreinn og Fjóla sigruðu í hástökki
Næsta greinFramkvæmdir við Hamarshöllina komnar á fullt