Tap gegn toppliðinu

Lið Stokkseyrar. Mynd úr safni. Ljósmynd/Stokkseyri

Stokkseyringar stóðu vel í toppliði GG í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu en liðin mættust í Grindavík í kvöld.

Heimamenn komust yfir á 25. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Eysteinn Orri Valsson jafnaði metin fyrir Stokkseyri í upphafi seinni hálfleiks en fimm mínútum síðar skoruðu GG-menn aftur og tryggðu sér 2-1 sigur.

Stokkseyri er í 5. sæti C-riðils með 6 stig en lið GG er ósigrað í toppsætinu með 18 stig.

Fyrri greinÞrenn verðlaun veitt í „Úrgangur í auðlind“
Næsta greinLeiklestur í Hlöðunni að Kvoslæk