Tap gegn toppliðinu

Lið Hamars/Þórs. Ljósmynd/Hamar-Þór Körfubolti

Hamar-Þór tapaði 51-67 þegar topplið ÍR kom í heimsókn í Hveragerði í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.

Gestirnir voru heilt yfir sterkari í leiknum og juku forskot sitt jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn. Staðan í hálfleik var 27-37.

Fallyn Stevens bar uppi leik Hamars-Þórs í dag en hún skoraði meira en helming stiga liðsins, 27 stig og tók 10 fráköst að auki.

Hamar-Þór er í 8. sæti 1. deildarinnar með 4 stig en ÍR-ingar eru taplausir á toppnum með 16 stig.

Tölfræði Hamars-Þórs: Fallyn Stephens 27/10 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 11/9 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 5, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 3, Perla María Karlsdóttir 3, Ása Lind Wolfram 2, Dagrún Inga Jónsdóttir 4 fráköst.

Fyrri greinSelfoss enn án sigurs
Næsta greinHeiða Guðný vill leiða VG í Suðurkjördæmi