Tap að Hlíðarenda

Agnes Sigurðardóttir var markahæst með 5 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í handbolta tapaði stórt gegn ungmennaliði Vals í Grill 66 deildinni í handbolta í kvöld.

Liðin mættust að Hlíðarenda og þar reyndust heimakonur kraftmeiri, sérstaklega í fyrri hálfleik. Staðan var 16-7 í leikhléi og ekkert dró saman með liðunum sem bæði skoruðu tíu mörk í seinni hálfleik. Lokatölur 26-17.

Agnes Sigurðardóttir var markahæst Selfyssinga með 5 mörk, Ivana Raikovic og Sólveig Ása Brynjarsdóttir skoruðu 3, Rakel Guðjónsdóttir 2 og þær Ragnheiður Grímsdóttir, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Þrúður Sóley Guðnadóttir og Katla Björg Ómarsdóttir skoruðu 1 mark hver.

Vængbrotið lið Selfoss vermir botnsæti deildarinnar með 2 stig að loknum sjö leikjum.

Fyrri greinHamar enn á sigurbraut
Næsta greinAllir Selfyssingarnir unnu til verðlauna á RIG