Tap á Húsavík

Karen Inga Bergsdóttir, skoraði fyrir Hamar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Hamars ferðaðist norður fyrir heiðar um helgina og heimsótti Völsung á Húsavík í dag. Völsungur er í toppbaráttu deildarinnar og Hamar í botnbaráttunni og útlit fyrir erfiðan leik hjá vængbrotnu liði Hamars.

Völsungur komst yfir á tíundu mínútu og þær bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleiknum.

Staðan var 3-0 í hálfleik en Karen Inga Bergsdóttir minnkaði muninn í 3-1 í fyrstu sókn seinni hálfleiks. Völsungur komst strax í kjölfarið í 4-1 og heimaliðið bætti svo við tveimur mörkum á lokakaflanum og sigraði 6-1.

Hamar er áfram í 11. sæti deildarinnar með 1 stig en Völsungur er í 3. sæti með 17 stig.

Fyrri greinNýtt skilti býður fólk velkomið til Víkur
Næsta grein„Einhver mesta stuðsprengja sem hefur komið út“