Tap á Hlíðarenda

Hamar sótti Val heim á Hlíðarenda í Domino's-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 91-57, Val í vil.

Valskonur náðu forskoti strax í 1. leikhluta en staðan að honum loknum var 26-16. Annar leikhluti var jafnari, en staðan í hálfleik var 51-38. Valskonur gerðu svo endanlega út um leikinn með góðum kafla í 3. leikhluta og í leikslok var munurinn orðinn 34 stig.

Hamar er enn á botni deildarinnar með 4 stig eftir 22 leiki.

Tölfræði Hamars: Alexandra Ford 24 stig/8 fráköst/5 stolnir, Salbjörg Sævarsdóttir 13 stig/7 fráköst/4 varin skot, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5 stig/4 fráköst, Margrét Hrund Arnarsdóttir 4 stig/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 4 stig, Jenný Harðardóttir 3 stig, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2 stig/4 fráköst, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2 stig, Hrafnhildur Magnúsdóttir 4 fráköst.

Fyrri greinViðvaranir vegna slæms veðurs og vatnavaxta
Næsta greinHamar lék á alls oddi í Borgarnesi