Tæpt tap gegn toppliðinu

KFR tapaði naumlega fyrir toppliði Ýmis í hörkuleik í 4. deild karla í knattspyrnu á Hvolsvelli í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus en gestirnir komust yfir á 60. mínútu með marki Birgis Magnússonar. Tíu mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Ýmir forskotið þegar Birgir Helgason skoraði.

Rangæingar gáfust þó ekki upp og Reyni Björgvinssyni tókst að minnka muninn í uppbótartímanum en nær komst KFR ekki og níunda tapið í A-riðli 4. deildar í sumar staðreynd.

Liðið hefur 3 stig í botnsæti riðilsins en Ýmir er í 1. sæti með 23 stig.

Fyrri grein„Þurftum að berjast þvílíkt fyrir þessu“
Næsta greinGjaldtaka í Skálholti hefst í september