Tækifærið sem ekki varð

Í janúar árið 2005 stóð til að Joe Tillen, leikmaður Selfoss í knattspyrnu, fengi tækifæri með aðalliði Chelsea þegar hann var valinn í leikmannahóp liðsins gegn Scunthrope United í FA-bikarnum.

Það breyttist daginn fyrir leik. „Ég komst að því á föstudeginum að þeir hefðu keypt Jiri Jarosik og hann kom inn í hópinn fyrir mig,“ segir Joe en þarna fór hans tækifæri fyrir lítið.

„Á sunnudeginum gerði ég upp hug minn um að fara frá félaginu því að þetta átti ekki eftir að ganga upp fyrir mig,“ segir Joe og hlær.

„Í fótbolta eins og öðru þarftu heppni. Það er mikill munur á því að fá tækifæri og nýta það ekki en að fá ekki tækifæri yfir höfuð. Ef ég hefði fengið tækifærið og verið hræðilegur hefði ég getað sagt „ég fékk allavega tækifæri“.“

Tíminn hjá Chelsea, fótboltinn á Íslandi, að búa á Selfossi og margt fleiri í viðtali við Joe Tillen í Sunnlenska fréttablaðinu.