Systkinin best á Selfossi

Hulda Dís og Haukur með verðlaun sín á lokahófinu. Ljósmynd/UMFS

Systkinin Hulda Dís Þrastardóttir og Haukur Þrastarson voru valin leikmenn ársins hjá handknattleiksdeild Selfoss en lokahóf deildarinnar fór fram á Hótel Selfoss á laugardagskvöld.

Hjá kvennaliðinu var Hulda einnig markadrottning með 124 mörk og valin varnarmaður ársins. Katla María Magnúsdóttir var sóknarmaður ársins og Henriette Östergaard hlaut baráttubikarinn. Þá var Tinna Sigurrós Traustadóttir valin efnilegasti leikmaðurinn.

Í karlaliðinu var Haukur markakóngur með 191 mark og var valinn sóknarmaður ársins. Árni Steinn Steinþórsson var varnarmaður ársins og Hergeir Grímsson fékk baráttubikarinn. Tryggvi Þórisson var valinn efnilegasti leikmaðurinn.

Hjá ungmennaliði Selfoss var Grímur Bjarndal Einarsson valinn besti leikmaðurinn og Ari Sverrir Magnússon var markakóngur með 89 mörk.

Árni Þór Grétarsson var valinn félagi ársins hjá handknattleiksdeildinni.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir 100 leiki og þær hlutu þjálfararnir Grímur Hergeirsson, Örn Þrastarson og Jón Birgir Guðmundsson og leikmennirnir Haukur Þrastarson, Guðjón Baldur Ómarsson og Árni Steinn Steinþórsson.

Verðlaunahafar á lokahófinu ásamt þjálfurum. (F.v.) Örn Þrastarson, Grímur Hergeirsson, Grímur Bjarndal Einarsson, Ari Sverrir Magnússon, Tryggvi Þórisson, Katla María Magnúsdóttir, Hergeir Grímsson, Hulda Dís Þrastardóttir, Haukur Þrastarson, Henriette Östergaard, Árni Geir Hilmarsson og Árni Þór Grétarsson. Ljósmynd/UMFS
Fyrri grein70 keppendur í Bláskógaskokki
Næsta greinJónsmessuganga um hlíðar Ingólfsfjalls