Synti 36,3 kílómetra í nóvember

Ljósmynd/Sundhöll Selfoss

Landsátakið Syndum stóð yfir í nóvembermánuði en um er að ræða árlegt átak. Góð þátttakta var hjá gestum Sundhallar Selfoss í átakinu og skráðu þeir vegalengd sína skilmerkilega eftir hvern dag í afgreiðslunni og á vefnum syndum.is.

Einn fastakúnni á Selfossi var samt fremstur meðal jafningja en það var hann Páll G. Sigurþórsson. Hann mætti alla daga mánaðarins í laugina og synti samtals 36,3 kílómetra. Þess má geta að Páll er fæddur á því herrans ári 1938 og er því 84 ára gamall.

Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallarinnar, færði Páli smá þakklætisvott fyrir þátttökuna, þegar hann mætti til að taka nokkar ferðir í innilauginni, þar sem útisvæði Sundhallarinnar er lokað.

Fyrri greinKlisjukennd fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Næsta grein„Vorum virkilega ánægð með íbúafundinn“