Sweetney stigahæstur í fyrsta leik

Hamarsmenn töpuðu sjöunda leik sínum í röð í Iceland Express-deild karla í körfubolta þegar þeir mættu Keflavík í kvöld á útivelli.

Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og höfðu gott forskot í leikhléinu, 52-27. Hamarsmenn bitu frá sér í seinni hálfleik en munurinn var of mikill og lokatölur urðu 94-77.

Devin Sweetney var stigahæstur Hamarsmanna með 24 stig. Ragnar Nathanaelsson skoraði 13 stig, tók 18 fráköst og varði 4 skot. Kjartan Kárason skoraði 10 stig, Snorri Þorvaldsson 9, Ellert Arnarson 8 og Svavar Páll Pálsson 7, auk þess að taka 10 fráköst.