Ægismenn unnu sætan sigur á Víkingi í Ólafsvík í 2. deild karla í knattspyrnu í dag.
Leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir Ægismenn því Víkingar komust yfir á upphafsmínútu leiksins og tvöfölduðu forskot sitt tólf mínútumsíðar. Daníel Karl Þrastarson náði að minnka muninn fyrir Ægi á 30. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.
Ægismenn voru sterkari í seinni hálfleiknum sem hófst á því að Dimitrije Cokic jafnaði metin þegar tvær mínútur voru liðnar. Jordan Adeyemo kom Ægi í 2-3 um miðjan seinni hálfleikinn og hann var aftur á ferðinni á 81. mínútu og staðan orðin 2-4. Víkingar klóruðu í bakkann á sjöundu mínútu uppbótartímans og Ægir sigraði 3-4.
Eftir fjórar umferðir er Ægir í 4. sæti deildarinnar með 7 stig en Víkingur er í 7. sæti með 5 stig.