Sverrir verður áfram á Selfossi

Sverrir Andrésson, 21 árs gamall markmaður, framlengdi í dag samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss um eitt ár.

“Sverrir er efnilegur markmaður og myndar frábært teymi með Helga Hlynssyni sem skrifaði undir í gær,” sagði Arnar Gunnarsson, þjálfari Selfoss, í samtali við sunnlenska.is.

Á síðustu leiktíð varði Sverrir frábærlega í 2. flokki og var af mörgum talinn besti markmaður landsins í þeim flokki. Lék Sverrir afar stórt hlutverk í sigursælu liði 2. flokks Selfoss á síðustu leiktíð. Þá lék hann einnig vel á sínu fyrsta ári í meistaraflokki.

“Aðstandendur Selfossliðsins er afar sáttir við að að hafa góða markmenn í sínum röðum og er Sverrir mikilvægur hluti í að byggja hér upp gott lið framtíðar,” segir Arnar.