Sverrir skoraði sigurmarkið rétt undir lokin

Ægir vann 1-0 sigur á KF þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á Þorlákshafnarvelli síðdegis í dag.

Ægismenn voru sprækir í upphafi leiks án þess að ná að skora en þegar leið á fyrri hálfleikinn var leikurinn í járnum og lítið að frétta upp við mörkin.

Eftir markalausan fyrri hálfleik spilaðist sá síðari nokkuð svipað. Liðin skiptust á að sækja en varnir beggja voru þéttar og gáfu fá færi á sér. Það var ekki fyrr en þrjár mínútur voru eftir af leiknum að ísinn var loksins brotinn. Sverrir Þór Garðarsson kom þá Ægismönnum yfir með góðu marki og reyndist það eina mark leiksins.

Ægir fór upp um tvö sæti með sigrinum og siglir nú nokkuð lygnan sjó í 7. sæti með 22 stig þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.

Fyrri grein400 fermetra viðbygging boðin út fyrir lok árs
Næsta greinHannar og saumar eigin jólakort