Sverrir í rammann hjá Mílan

ÍF Mílan hefur fengið markvörðinn Sverri Andrésson lánaðan frá Selfyssingum fram á vorið, en bæði liðin leika í 1. deildinni í handbolta.

Sverrir er 23 ára gamall og á að baki fjölda leikja fyrir Selfyssinga. Hann hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli í vetur og fór í aðgerð í nóvember og er að jafna sig eftir hana.

„Sverrir kemur til með að styrkja lið Mílan þegar hann getur farið að æfa á fullu með okkur,“ sagði Birgir Örn Harðarson, forseti Mílan, í samtali við sunnlenska.is

Fyrri grein„Fólk er orðið langþreytt á láglaunastefnunni“
Næsta greinMikilvæg stig í húsi