Svekkjandi tap í Sandgerði

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði með minnsta mun gegn toppliði Reynis í Sandgerði í 2. deild karla í gærkvöldi. Sigumarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Rangæingar eru á botni deildarinnar en þeir stóðu svo sannarlega í toppliðinu og sýndu fína baráttu í leiknum. Það virtist ætla að skila þeim stigi en á 95. mínútu leiksins fengu Reynismenn vítaspyrnu og skoruðu eina mark leiksins.

KFR er áfram á botni deildarinnar með fjögur stig, og þurfa að girða sig í brók ætli þeir ekki að missa næstu lið frá sér, en Hamar vann sinn fyrsta leik í gærkvöldi.

Fyrri greinHamar vann vel fyrir fyrsta sigrinum
Næsta greinVinnuslys í Gnúpverjahreppi