Svekkjandi tap í Eyjum

Kvennalið Selfoss tapaði 1-0 gegn ÍBV í Pepsideildinni í knattspyrnu þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld.

Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik og fengu nokkur góð færi sem ekki nýttust. Eyjakonur komust hins vegar yfir, gegn gangi leiksins, undir lok fyrri hálfleiks með marki Sigríðar Láru Garðarsdóttur.

Það reyndist eina mark leiksins því seinni hálfleikurinn var mun jafnari og rólegri en sá fyrri og færin voru ekki mörg. Bæði lið fengu þó tækifæri upp við mark andstæðinganna en inn vildi boltinn ekki.

Selfoss hefur 8 stig í deildinni og er í 7. sæti en ÍBV er í 5. sætinu með 11 stig.

Fyrri grein„Lofa einlægum og skemmtilegum tónleikum“
Næsta greinFyrsta tap Hamars