Svekkjandi tap gegn toppliðinu

Karitas Tómasdóttir skoraði gegn Blikum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði naumlega þegar Breiðablik kom í heimsókn á JÁVERK-völlinn í Pepsideildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 0-1.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Breiðablik var meira með boltann en Selfoss náði að loka vel á gestina í sókninni og færin voru ekki mörg. Blikar fengu þó eitt dauðafæri en Caitlyn Clem varði vel.

Staðan var 0-0 í leikhléi en aðeins voru liðnar tvær mínútur af síðari hálfleik þegar Breiðablik skoraði sigurmarkið. Augnabliks einbeitingarleysi í vörn Selfoss og boltinn lá í netinu eftir skot Selmu Sólar Magnúsdóttur.

Þegar leið á seinni hálfleikinn hafði Selfoss stjórnina á miðsvæðinu en þær vínrauðu náðu ekki að binda endahnútinn á sóknir sínar og þjarma almennilega að Blikum. Niðurstaðan; svekkjandi 0-1 tap.

Með sigrinum fór Breiðablik á toppinn með 21 stig en Selfoss er í 7. sæti með 8 stig.

Fyrri greinTvö þyrluútköll á Suðurlandi
Næsta greinKaldir og hraktir ferðamenn sóttir á Heklu