Svekkjandi tap gegn meisturunum

Selfoss tapaði 1-2 þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks komu í heimsókn á JÁVERK-völlinn á Selfossi í Pepsi-deild kvenna í dag.

Selfyssingar voru sprækari í upphafi en hvorugt liðið fékk teljandi færi á upphafsmínútunum. Hægt og bítandi tóku Blikar leikinn yfir með vindinn í bakið og uppskáru tvö mörk með fjögurra mínútna millibili þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Staðan var 0-2 í hálfleik en í síðari hálfleik stjórnuðu Sel­fyss­ing­ar leikn­um en gekk hins veg­ar illa að skapa færi. Lauren Hug­hes átti skot í varn­ar­mann og inn á 72. mín­útu og nokkrum mínútum síðar fékk Kristrún Antonsdóttir hörkufæri en skaut yfir. Nær komust Sel­fyss­ing­ar ekki og náðu ekki að pressa Blika af neinu ráði í lok­in og lokakafl­inn var tíðinda­lít­ill.

Sel­foss er í 5. sæt­i Pepsi-deildarinnar með 6 stig að loknum fjórum umferðum.