Svekkjandi jafntefli á Eskifirði

Selfyssingar gengu svekktir af velli eftir 0-0 jafntefli gegn Fjarðabyggð í Inkasso-deild karla í knattspyrnu á Eskifirði í kvöld.

Selfyssingar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og fengu fín færi til þess að klára hann en tókst það ekki.

Liðið situr áfram í 6. sæti deildarinnar, nú með 22 stig og mætir næst toppliði Grindavíkur á JÁVERK-vellinum næstkomandi fimmtudag.

Fyrri greinMikið álag á bráðadeildina í sumar
Næsta greinEldur í ruslatunnu í fjölbýlishúsi