Sveitarstjórinn og doktorinn sigruðu tvenndarkeppnina

Starfið hófst eftir áramót hjá Bridgefélagi Hrunamanna með þriggja kvölda tvenndarkeppni. Þar sigruðu með glæsibrag sveitarstjórinn og doktorinn.

1. Ingibjörg Harðardóttir og Pétur Skarphéðinsson, 373 stig.
2. Þórdís Bjarnadóttir og Ari Einarsson, 312 stig.
3. Helga Teitsdóttir og Karl Gunnlaugsson, 311 stig.
4. Elín Kristmundsdóttir og Guðmundur Böðvarsson, 310 stig.
5. Margrét Runólfsdóttir og Gunnar Marteinsson, stig 290 stig.

Þá tók við fjögurra kvölda sextán para tvímenningur þar sem þrjú bestu skorin giltu. Þar sigruðu gömlu refirnir, eins og Sigurður heitinn Sigmundsson hefði orðað það.

1. Karl Gunnlaugsson og Jóhannes Sigmundsson, 518 stig.
2. Hörður Úlfarsson og Jóhann Gestsson, 511 stig.
3. Brynjólfur Gestsson og Garðar Garðarsson, 477 stig.
4. Þórdís Bjarnadóttir og Ari Einarsson, 469 stig.
5. Margrét Óskarsdóttir og Baldur Garðarsson, 469 stig.

Sveitakeppnin er hafin með þátttöku 6 sveita þar sem konur eru fyrirliðar allra sveitanna.

Fyrri greinHINT háskólinn með kynningu í FSu
Næsta greinHvessir ört um hádegisbil