Sveitaglíman glímd á Borg

Sveitaglíma Íslands fer fram á laugardag en glímt verður að Borg í Grímsnesi. Sveitaglíman hefst kl. 13:00 á unglingaflokki og síðan verður glímt í fullorðinsflokkum.

HSK á lið bæði í karlaflokki og unglingaflokki. Karlaliðið skipa þeir Ólafur Oddur Sigurðsson, Ingibergur Sigurðsson, Stefán Geirsson, Smári Þorsteinsson, Jón Óskar Jóhannsson og Hreinn Heiðar Jóhannsson.

Hreinn Heiðar er sömuleiðis í unglingaliðinu ásamt þeim Magnúsi Bjarka Snæbjörnssyni, Samúel BIrki Erlingssyni og Ívari Baldurssyni.