Sveinn Skúli stórbætti eigið héraðsmet

Sveinn Skúli kemur í mark í Laugavegshlaupinu síðastliðinn laugardag. Ljósmynd/Jón Aðalsteinn

Fjöldi Sunnlendinga tók að vanda þátt í Laugavegshlaupinu síðastliðinn laugardag. Feðgar úr Ásahreppnum slógu báðir HSK-met í hlaupinu.

Sveinn Skúli Jónsson, Umf. Heklu, stórbætti eigið héraðsmet í flokki 20-22 ára þegar hann hljóp á 5:48,39 klst og bætti tveggja ára gamalt met sem hann átti sjálfur um tæpar 25 mínútur.

Þess má geta að HSK metið í fullorðinsflokki er 5:39,54 klst. og Sveinn var því tæpum 9 mín frá því meti.

Faðir Sveins Skúla, Jón Sæmundsson, setti síðan héraðsmet í flokki 45-49 ára karla þegar hann hljóp á 6:11,34 klst sem er 3,02 mínútum undir eldra meti Þorsteins Tryggva Mássonar í þessum aldursflokki.

Fyrri greinHöggmyndir í hálfa öld
Næsta greinÁrborg teflir fram nýjum þjónustusamningi