Sveinn Skúli og Andri Már Íslandsmeistarar

Sveinn Skúli var kampakátur á verðlaunapallinum. Ljósmynd/FRÍ

Sveinn Skúli Jónsson, Umf. Heklu, og Andri Már Óskarsson, Umf. Selfoss, sigruðu í sínum aldursflokkum og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitla þegar Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi fór fram í Reykjavík sl. þriðjudagskvöld.

Sveinn Skúli sigraði í flokki 20-22 ára á tímanum 36,09 mín og bætti þar með HSK-metið í flokknum um 2,11 mín en gamla metið átti Dagbjartur Kristjánsson, Íþf. Hamri, síðan úr Gamlárshlaupi ÍR árið 2016.

Andri Már Óskarsson sigraði í flokki 12 ára á tímanum 41,58 mín og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í aldursflokknum. Andri Már varð einnig Íslandsmeistari í hlaupinu í fyrra en þá var yngsti flokkurinn 14 ára og yngri.

Andri Már vann Íslandsmeistaratitil annað árið í röð. Ljósmynd/María Ólafsdóttir
Fyrri greinCarbfix hefur rannsóknarboranir í Ölfusi
Næsta grein„Saman grátum við, brosum, hlæjum og elskum“